Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. apríl 2025

Þeg­ar rýnt er í töl­ur um sorp­hirðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu má sjá að íbú­ar í Mos­fells­bæ skilja eft­ir minna sorp m.v. íbúa­fjölda en íbú­ar ann­arra sveit­ar­fé­laga. Árið 2024 var bland­að­ur úr­gang­ur á hvern íbúa í Mos­fells­bæ 72,8 kg. Seltjarn­ar­nes kom næst með 80 kg. á hvern íbúa, svo Hafn­ar­fjörð­ur með 80,2 kg., Reykja­vík með 81,7 kg., Garða­bær með 83 kg. og að lok­um Kópa­vog­ur með 84,6 kg. á hvern íbúa.

Já­kvæð þró­un sorp­hirðu í Mos­fells­bæ

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hafa sýnt aukna ábyrgð í flokk­un á heim­il­iss­orpi en mæl­ing­ar sýna já­kvæða þró­un í sorp­hirðu sem end­ur­spegl­ar bæði um­bæt­ur bæj­ar­ins í þjón­ustu en ekki síð­ur vit­unda­vakn­ingu og aukna um­hverfis­vit­und íbúa. Á mynd­inni má sjá hvern­ig hlut­fall flokka á heim­il­iss­orpi skipt­ist árið 2024.

Sorp­hirða frá heim­il­um, hlut­fall flokka 2024.

Með til­komu grennd­argáma í bæn­um hef­ur að­gengi íbúa að flokk­un­ar­stöðv­um auk­ist en þar er opið all­an sól­ar­hring­inn. Grennd­argáma er nú að finna á Bo­ga­tanga, við Dælu­stöðv­arveg og Voga­tungu. Í sum­ar er stefnt að því að bæta við tveim­ur nýj­um grennd­ar­stöðv­um í bæn­um.

Gögn vegna sorp­hirðu frá heim­il­um í Mos­fells­bæ sýna hvað íbú­ar hafa tek­ið vel í flokk­un heim­il­iss­orps en töl­urn­ar sýna þró­un­ina í fjölda tonna á milli ár­anna 2023 og 2024.

Sorp­hirða frá heim­il­um í tonn­um - þró­un milli ára 2023 - 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00