Klaki og svell hefur myndast í þeirri hláku sem er núna og hefur starfsfólk bæjarins unnið að því að sanda göngustíga og gangstéttar í morgun.
Einnig hófst söndun á götum í öllum hverfum, sú vinna er langt á veg komin og ætti að klárast á morgun. Þá verða stærri tæki notuð þar sem götur eru hvað verstar til að gera þær greiðfærari.
Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand og salt til að bera á plön og stéttir við heimahús. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir sandinn/saltið.