Starfsfólk Mosfellsbæjar og verktakar í vetrarþjónustu eru ávallt á vaktinni og í viðbragðsstöðu. Á aðventunni og um jól og áramót er engin breyting þar á. Áfram er lögð áhersla á að halda stofn- og tengibrautum opnum auk helstu göngustíga og húsagötur verða ruddar og hálkuvarðar eftir þörfum og samkvæmt verklagi.
Kortavefur:
Sandur og salt fyrir íbúa
Íbúar geta sótt sand og salt við þjónustustöðina, Völuteig 15. Einnig er hægt að nálgast salt á fjórum öðrum stöðum í bænum:
- biðskýli í Vefarastræti við Helgafellsskóla
- grenndarstöð Vogatungu
- grenndarstöð Bogatanga
- afleggjari að Mosfellskirkju í Mosfellsdal
Nauðsynlegt er að hafa meðferðis poka eða ílát undir saltið.
Snjómokstur og hálkueyðing á kortavef Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Unnið að hálkueyðingu
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.