Vinna við snjómokstur hófst í nótt og vinnur starfsfólk Mosfellsbæjar og verktakar í vetrarþjónustu enn hörðum höndum. Snjómagn er mikið og því vinnst moksturinn hægt og mun að öllum líkindum taka allan daginn.
Kortavefur
Íbúar geta sótt sand og salt við þjónustustöðina, Völuteig 15. Einnig er hægt að nálgast salt á fjórum öðrum stöðum í bænum:
- biðskýli í Vefarastræti við Helgafellsskóla
- grenndarstöð Vogatungu
- grenndarstöð Bogatanga
- afleggjari að Mosfellskirkju í Mosfellsdal
Nauðsynlegt er að hafa meðferðis poka eða ílát undir saltið.