Íbúar munu framvegis geta sótt um breytingar á sorpílátum í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar og hefur nú verið opnað fyrir umsóknir.
Umsókn á þjónustugátt:
Afhending sorpíláta fer fram eftir næstu losun á sorpi samkvæmt sorphirðudagatali og tegund.
Breytingar á tvískiptum tunnum fyrir pappír/pappa og/eða plastumbúðir eru háðar sérstökum skilyrðum en engin skilyrði eru á breytingum vegna almenns- og lífræns sorps.
Athugið að tekið er umsýslugjald fyrir þær breytingar sem gerðar eru í samræmi við gjaldskrá sorphirðu.
Nánari upplýsingar um skilyrði, gjaldskrá, sorphirðudagatal og fleira tengt sorpi:
Sorpílát fyrir nýbyggingar þarf einnig að sækja um í gegnum þjónustugátt en ekki þarf að greiða umsýslugjald í fyrsta skiptið.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.