Uppbygging nýrrar grenndarstöðvar í Skálahlíð stendur yfir, sem er hluti af langtímaáætlun bæjarins um að bæta dreifingu og aðgengi að grenndarstöðvum.
Íbúar Mosfellsbæjar hafa sýnt mikla ábyrgð og umhverfisvitund í meðhöndlun heimilissorps. Nýjustu tölur sýna jákvæða þróun í sorphirðu, sem endurspeglar bæði umbætur í þjónustu bæjarins og aukna vitund meðal íbúa.
Með tilkomu grenndarstöðva í bænum hefur aðgengi íbúa aukist en þar er opið allan sólarhringinn. Grenndarstöðvar er nú að finna á Bogatanga, við Dælustöðvarveg og Vogatungu.
Gjaldfrjáls skil til Sorpu allt að 2 rúmmetrar
Íbúar sem vilja losa sig við stærri úrgang geta nýtt sér móttökustöðvar Sorpu. Til Sorpu má skila allt að 2 rúmmetrum af úrgangi gjaldfrjálst. Fyrir magn umfram það gildir gjaldskrá Sorpu.