Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. apríl 2025

Á dög­un­um veitti Verk­fræði­fé­lag Ís­lands sín ár­legu verð­laun Ten­ing­inn, en það eru verð­laun sem veitt eru fyr­ir framúrsk­ar­andi verk­efni eða fram­kvæmd af mati dóm­nefnd­ar. Í ár var Sorpa og sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­laun­uð fyr­ir inn­leið­ingu sam­ræmds flokk­un­ar­kerf­is fyr­ir heim­ili.

Mos­fells­bær inn­leiddi um­rædd­ar breyt­ing­ar í júní 2023 til sam­ræm­is við lög um hringrás­ar­hag­kerf­ið með því að taka skref­ið í fjór­flokk­un úr­gangs við öll heim­ili. Við það tæki­færi voru nýj­ar tunn­ur af­hent­ar íbú­um, papp­ír­s­pok­ar fyr­ir líf­ræn­an úr­g­ang ásamt plast­körf­um. Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar tók breyt­ing­un­um vel og hafa stað­ið mjög framar­lega í sam­an­burði við önn­ur sveit­ar­fé­lög. Með sér­söfn­un á mat­ar­leif­um var stig­ið stór skref í sam­drætti á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á Ís­landi.

Mæl­ing­ar á magni mat­ar­leifa í blönd­uð­um úr­gangi og hrein­leiki mat­ar­leifa sýna að al­gjör hug­ar­fars­breyt­ing hef­ur orð­ið hjá íbú­um. Ár­ang­ur verk­efn­is­ins fór fram úr bæði mark­mið­um og björt­ustu von­um hvort sem lit­ið er til hug­ar­fars­breyt­ing­ar, breyttr­ar hegð­un­ar eða já­kvæðra áhrifa á bæði heild­armagn úr­gagns frá heim­il­um, magni flokk­aðs úr­gangs, end­ur­vinnslu­hlut­falls, hrein­leika eða skil­virkni flokk­un­ar.

Góð­an ár­ang­ur verk­efn­is­ins má ekki síst þakka stýri­hópi sem und­ir­bjó verk­efn­ið og var skip­að­ur tækni­mennt­uðu fólki sem starf­ar hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og Sorpu bs.


Á með­fylgj­andi mynd eru full­trú­ar verk­efn­is­ins að taka á móti við­ur­kenn­ing­unni. Full­trúi Mos­fells­bæj­ar Katrín Dóra Þor­steins­dótt­ir er lengst til hægri á mynd­inni.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00