Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2024

Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar vinn­ur um þess­ar mund­ir að mót­un nýrr­ar um­hverf­is- og lofts­lags­stefnu fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið. Í henni eru sett­ar fram áhersl­ur sveit­ar­fé­lags­ins í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um til næstu ára, ásamt að­gerð­um og lyk­il­mæli­kvörð­um. Mik­il­vægt er að stefn­an sé í senn fram­sækin og raun­hæf enda áskor­an­ir í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um sí­vax­andi við­fangs­efni sveit­ar­fé­laga.

Fáir mála­flokk­ar skipta ungt fólk jafn miklu máli og lofts­lags­málin og þess vegna var lögð áhersla á að leita eft­ir sjón­ar­mið­um unga fólks­ins í Mos­fells­bæ við gerð stefn­unn­ar. Vinnu­stof­ur voru haldn­ar í haust í FMOS og öll­um grunn­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins þar sem ung­menni komu sam­an til að ræða áskor­an­ir, tæki­færi og mik­il­væg­ar að­gerð­ir í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um í Mos­fells­bæ. Sam­tal­ið skil­aði frá­bær­um til­lög­um ung­menna sem hafa ver­ið til um­ræðu í um­hverf­is­nefnd bæj­ar­ins og eru mik­il­vægt inn­legg í stefnu­mót­un­inni.

Strax eft­ir ára­mót verð­ur far­ið í sam­ráð og sam­tal við íbúa Mos­fells­bæj­ar um um­hverf­is- og lofts­lags­stefn­una með opn­um íbúa­fundi auk þess sem opn­að verð­ur á ra­f­ræn­ar ábend­ing­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00