Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að 6 eininga, tveggja hæða, raðhúsi við Uglugötu verði breytt í 8 eininga fjölbýli á tveimur hæðum í samræmi við nærliggjandi byggingar. Fjölbýlið þrepast í landi með tveimur utanáliggjandi stigahúsum, Uglugata 40 og 42. Tvö bílastæði fylgja íbúð. Aðrir byggingarskilmálar eða byggingarmagn breytist ekki. Tillagan er framsett á deiliskipulagsuppdrætti.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér tillögur og gert við þær athugasemdir. Tillagan hefur verið kynnt bæði í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 28. október til og með 12. desember 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: