Þann 22. október sendi Mosfellsbær öllu starfsfólki Mosfellsbæjar kæra kveðju með þökk fyrir þeirra framlag við að halda starfsemi bæjarins gangandi við þær aðstæður sem nú ríkja.
Með kveðjunni fylgdi upptaka af tónleikastund sem tekin var upp í tónlistarskóla Mosfellsbæjar 20. október þar sem fram komu GDRN sem var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019 og Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari.
Nú þegar allt viðburðarhald liggur niðri er gott að geta leitað í smiðju okkar listamanna og gleymt stund og stað.