Menningar- og lýðræðisnefnd óskar eftir umsóknum og tilnefningum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listafólks í Mosfellsbæ sem bæjarlistamaður ársins 2025.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Allt starfandi listafólk, listahópar og samtök sem starfa í Mosfellsbæ koma til greina og nefndin metur allar umsóknir og tilnefningar sem fram koma.
Styrkupphæð bæjarlistamanns Mosfellsbæjar er 1 milljón króna.
Hægt er að senda inn tilnefningar og umsóknir á Mínum síðum til 16. júní 2025.