Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sunnu­dag­inn 27. apríl verð­ur Stóri plokk­dag­ur­inn hald­inn há­tíð­leg­ur um land allt og að sjálf­sögðu tek­ur Mos­fells­bær þátt. Bær­inn hvet­ur íbúa, starfs­fólk fyr­ir­tækja og aðra áhuga­sama til að taka virk­an þátt með því að plokka rusl í nærum­hverfi sínu og á opn­um svæð­um í bæn­um.

Rusla­pok­ar og tæki til plokks

Frá mið­viku­deg­in­um 23. apríl verða rusla­pok­ar að­gengi­leg­ir á eft­ir­far­andi stöð­um:

  • fyr­ir utan Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar í Kjarna
  • í and­dyri íþróttamið­stöðv­anna að Varmá og Lága­felli

Pok­arn­ir eru glær­ir og mælt er með að taka tvo: einn fyr­ir plast og ann­an fyr­ir ann­að rusl. Vin­sam­lega fyll­ið pok­ana ekki of mik­ið og lok­ið þeim vel með hnút svo að rusl fjúki ekki úr þeim.

Mik­il­vægt er að nota hanska og ör­ygg­is­vesti, sér­stak­lega þeg­ar plokkað er við um­ferð­ar­göt­ur. Börn ættu ekki að plokka með­fram um­ferð­ar­þung­um göt­um eins og Vest­ur­lands­vegi.

Hægt er að fá ruslat­ín­ur að láni á Bóka­safn­inu í tvær vik­ur í senn, með bóka­safnskorti.

Starfs­fólk þjón­ustu­stöðv­ar mun sækja pok­anna eft­ir Stóra plokk­dag­inn en mik­il­vægt er að skilja þá eft­ir á sýni­leg­um og að­gengi­leg­um stöð­um. Íbú­ar eru hvatt­ir til að skrá stað­setn­ingu pok­anna í ábend­inga­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

Hreins­un­ar­átak 22. apríl – 5. maí

Dag­ana 22. apríl til 5. maí stend­ur yfir hreins­un­ar­átak á opn­um svæð­um, í hverf­um og með­fram ný­bygg­ing­ar­svæð­um. Aft­ur­eld­ing og Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar taka þátt og hjálpa til með krafti – eins og þau hafa gert með prýði und­an­farin ár.

Íbú­ar eru sér­stak­lega hvatt­ir til að huga að nærum­hverfi sínu og taka til í görð­um og kring­um hús. Gám­ar fyr­ir garða­úrg­ang verða að­gengi­leg­ir í hverf­um bæj­ar­ins á með­an hreins­un­ar­átak­inu stend­ur:

  • Holta- og Tanga­hverfi – Neð­an Þver­holts (milli Ak­ur­holts og Arn­ar­tanga)
  • Höfða og Hlíða­hverfi – Grennd­ar­stöð við Bo­ga­tanga
  • Teiga- og Reykja­hverfi – Skar­hóla­braut ofan Reykja­veg­ar og við Sunnukrika
  • Hlíð­ar­túns­hverfi – Við Að­altún
  • Helga­fells­hverfi – Efst í Brekkulandi og við strætó­skýli við Vefara­stræti
  • Leir­vogstunga – Á stæði við stoppistöð á Tungu­vegi
  • Mos­fells­dal­ur – Á bíla­stæði við Þing­valla­veg

Á sama tíma­bili fer einn­ig fram gatna- og stíga­hreins­un í hverf­um bæj­ar­ins:

  • 22. apríl – Reykja- og Krika­hverfi
  • 23. og 25. apríl – Teiga- og Helga­fells­hverfi
  • 28. apríl – Holta­hverfi
  • 29. apríl – Tanga­hverfi
  • 30. apríl – Hlíða- og Hlíð­ar­túns­hverfi
  • 2. maí – Höfða­hverfi
  • 5. maí – Leir­vogstungu­hverfi
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00