Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. apríl 2015

Á dög­un­um var skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing um nýja þrí­þraut sem feng­ið hef­ur nafn­ið Ís­lands­garp­ur­inn.

Keppt er í hjól­reið­um, sjó­sundi og nátt­úru­hlaupi.

Að­stand­end­ur Tinda­hlaups Mos­fells­bæj­ar og Hins ís­lenska kalda­vatns­fé­lag skrif­uðu und­ir samn­ing þess efn­is á toppi Úlfars­fells. Þrí­þraut­in sam­an­stend­ur af hjól­reiða­keppn­inni Jök­ulmíl­unni, Ís­lands­mót­inu í víða­vatns­sundi og Tinda­hlaupi Mos­fells­bæj­ar.

Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar er skipu­lagt af Mos­fells­bæ, skáta­fé­lag­inu Mosverj­um og Björg­un­ar­sveit­inni Kyndli og hef­ur far­ið fram síð­ast­lið­in 6 ár.

Kepp­end­ur sem klára þrí­þraut­ina á einu ári hljóta nafn­bót­ina Ís­lands­garp­ur.

Að mati skipu­leggj­enda Tinda­hlaups­ins er þrí­þraut­in ánægju­leg við­bót við nátt­úru­hlaup­ið sem er í stöð­ugri þró­un. Ein af þeim breyt­ing­um sem verða á Tinda­hlaup­inu í ár er að hlaupa­tími kepp­enda verð­ur skráð­ur ra­f­rænt með flögu auk fleiri breyt­inga sem eru hugs­að­ar til þess að gera gott hlaup betra.

Skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing­inn á toppi Úlfars­fells.

Ís­lands­garp­ur­inn er ný þrí­þraut

Jök­ulmíl­an fer fram 20. júní í ár og er hún ein af lengstu hjól­reiða­við­burð­um sem eru skipu­lagð­ir á Ís­landi. Hring­ur­inn með­fram strand­lengju Snæ­fells­ness, vest­ur fyr­ir Jök­ul og til baka um Vatna­leið er um 162 km lang­ur eða rétt rúm­lega 100 míl­ur.

Ís­lands­mót­ið í víða­vatns­sundi fer fram 29. júlí í Naut­hólsvík og er keppt í þrem­ur vega­lengd­um þar, 1, 3 og 5 km. 1 km hent­ar sund­laug­ar- keppn­is­fólki og byrj­end­um sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjó­sundi og eru að­r­ar vega­lend­ir ætl­að­ar reyndu sjó­sunds­fólki, þrí­þraut­ar- og keppn­is­fólki.

Tinda­hlaup­ið er nátt­úru­hlaup og hluti af bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima og er hald­ið laug­ar­dag­inn 29. ág­úst í ár. Vega­lengd­irn­ar sem hlaup­ið býð­ur upp á eru 1 tind­ur sem er 12 km leið, 3 tind­ar sem eru 19 km, 5 tind­ar sem eru 34 km eða 7 tind­ar sem eru 37 km.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00