Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning um nýja þríþraut sem fengið hefur nafnið Íslandsgarpurinn.
Keppt er í hjólreiðum, sjósundi og náttúruhlaupi.
Aðstandendur Tindahlaups Mosfellsbæjar og Hins íslenska kaldavatnsfélag skrifuðu undir samning þess efnis á toppi Úlfarsfells. Þríþrautin samanstendur af hjólreiðakeppninni Jökulmílunni, Íslandsmótinu í víðavatnssundi og Tindahlaupi Mosfellsbæjar.
Tindahlaup Mosfellsbæjar er skipulagt af Mosfellsbæ, skátafélaginu Mosverjum og Björgunarsveitinni Kyndli og hefur farið fram síðastliðin 6 ár.
Keppendur sem klára þríþrautina á einu ári hljóta nafnbótina Íslandsgarpur.
Að mati skipuleggjenda Tindahlaupsins er þríþrautin ánægjuleg viðbót við náttúruhlaupið sem er í stöðugri þróun. Ein af þeim breytingum sem verða á Tindahlaupinu í ár er að hlaupatími keppenda verður skráður rafrænt með flögu auk fleiri breytinga sem eru hugsaðar til þess að gera gott hlaup betra.
Skrifað undir samstarfssamninginn á toppi Úlfarsfells.
Íslandsgarpurinn er ný þríþraut
Jökulmílan fer fram 20. júní í ár og er hún ein af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagðir á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur eða rétt rúmlega 100 mílur.
Íslandsmótið í víðavatnssundi fer fram 29. júlí í Nauthólsvík og er keppt í þremur vegalengdum þar, 1, 3 og 5 km. 1 km hentar sundlaugar- keppnisfólki og byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundi og eru aðrar vegalendir ætlaðar reyndu sjósundsfólki, þríþrautar- og keppnisfólki.
Tindahlaupið er náttúruhlaup og hluti af bæjarhátíðinni Í túninu heima og er haldið laugardaginn 29. ágúst í ár. Vegalengdirnar sem hlaupið býður upp á eru 1 tindur sem er 12 km leið, 3 tindar sem eru 19 km, 5 tindar sem eru 34 km eða 7 tindar sem eru 37 km.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.