Tindahlaup Mosfellsbæjar í boði Nettó er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup, eða náttúruhlaup, sem haldið er í Mosfellsbæ síðustu helgina í ágúst ár hvert.
Tindahlaupið 2025
Tindahlaupið 2025 fer fram laugardaginn 30. ágúst 2025.
Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar. Boðið er upp á fjórar vegalengdir 1, 3, 5 og 7 tinda og ættu því byrjendur sem og lengra komnir að finna leið við hæfi.
Skráning og afhending gagna
Hægt var að skrá sig á hlaup.is til miðnættis miðvikudaginn 27. ágúst 2025.
Afhending gagna verður:
- Fimmtudaginn 28. ágúst milli kl. 17:00 og 20:00 – Nettó Mosfellsbæ
- Föstudaginn 29. ágúst milli kl. 17:00 og 20:00 – Íþróttamiðstöðinni að Varmá
Athugið að ekki er hægt að skrá sig eða sækja gögn á keppnisdag!
Vegalengdir og þátttökugjald
Fjöldi tinda | Vegalengd | Verð | Rástími |
---|---|---|---|
1 | 12,4 km m/420m hækkun | 6.000 kr. | kl. 11:00 |
3 | 19 km m/812m hækkun | 7.000 kr. | kl. 11:00 |
5 | 34,4 km m/1410m hækkun | 7.500 kr. | kl. 09:00 |
7 | 38,2 km m/1822m hækkun | 8.000 kr. | kl. 09:00 |
Mikilvægt er að þátttakendur séu komnir að Íþróttamiðstöðinni við Varmá minnst 30 mín. fyrir hlaup.
- Drykkjarstöðvar á leiðinni
- Markið lokar kl. 16:00
- Tímataka með flögum
- Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu
- Frítt í Varmárlaug að hlaupi loknu
ITRA punktahlaup
Tindahlaupið hefur staðist kröfur ITRA (International Trail Running Association) og fengið eftirfarandi hlaupaleiðir viðurkenndar sem punktahlaup:
- 3 Tindar = 1 ITRA Punktur
- 5 Tindar = 1 ITRA Punktur
- 7 Tindar = 2 ITRA Punktar
Hlaupaleiðir Tindahlaupsins
1 tindur – 12 km. (420 m hækkun)
3 tindar – 19 km (812 m hækkun)
5 tindar – 34,4 km (1410 m hækkun)
7 tindar – 38,2 km (1822 m hækkun)
Brautarmet
Tindar | Nafn | Ár | Tími |
---|---|---|---|
1 tindur | Íris Anna Skúladóttir | 2023 | 00:58:59 |
3 tindar | Andrea Kolbeinsdóttir | 2017 | 01:42:27 |
5 tindar | Andrea Kolbeinsdóttir | 2022 | 03:28:42 |
7 tindar | Halldóra Huld Ingvarsdóttir | 2022 | 04:19:39 |
Tindar | Nafn | Ár | Tími |
---|---|---|---|
1 tindur | Arnar Pétursson | 2017 | 00:53:21 |
3 tindar | Sigurjón Ernir Sturluson | 2016 | 01:25:33 |
5 tindar | Þórólfur Ingi Þórsson | 2022 | 03:07:10 |
7 tindar | Sigurjón Ernir Sturluson | 2024 | 03:32:07 |
Tindahöfðingi
Til að verða Tindahöfðingi þarf hlaupari að hlaupa allar fjórar vegalengdir hlaupsins, þ.e. 1 tind, 3 tinda, 5 tinda og 7 tinda. Safnaðu tindum og þú færð glæsilega viðurkenningu og sæmdarheitið Tindahöfðingi.
Þeir sem gera tilkall til Tindahöfðingjans eru beðnir um að senda póst á birgirkonn[hja]gmail.com.