Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Tindahlaupinu sem fara átti fram sömu helgi er einnig aflýst, en Mosfellsbær er einn af framkvæmdaraðilum þess.
Til stóð að halda hátíðina með breyttu sniði og færa hátíðarhöldin frekar út í hverfin. Í ljósi hertari samkomureglna og þróun Covid-19 faraldursins undanfarnar vikur sýnir Mosfellsbær ábyrgð í verki og aflýsir þessum viðburðum.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.