Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. júlí 2017

Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fer fram laug­ar­dag­inn 26. ág­úst, á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima.

Hlaup­ið er krefj­andi og skemmti­legt ut­an­vega­hlaup þar sem hægt er að velja um að hlaupa á 1, 3, 5 eða 7 tinda.

Á dög­un­um var skrif­að und­ir styrkt­ar­samn­ing við Jeep á Ís­landi en Mos­fell­ing­arn­ir og bræð­urn­ir Pét­ur Kristján og Októ Þor­gríms­syn­ir eru eig­end­ur Ís-Band í Þver­holti 6. Jeep er þar með stærsti styrktarað­ili hlaups­ins en að­stand­end­ur og skipu­leggj­end­ur hlaups­ins eru Mos­fells­bær ásamt björg­un­ar­sveit­inni Kyndli og blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar.

Markmið þeirra sem standa að hlaup­inu er að all­ir geti tek­ið þátt og skemmtana­gild­ið er ofar öllu. Vega­lengd­irn­ar eru fjór­ar þ.e. 1 tind­ur (12 km), 3 tind­ar (19 km), 5 tind­ar (34 km) og 7 tind­ar (37 km) og ættu því all­ir að geta fund­ið vega­lengd við hæfi. Góð­ar drykkjar­stöðv­ar eru á leið­inni, Kyndill og blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar sjá um brauta­vörslu og tryggja ör­yggi hlaup­ara.

Met­þátttaka var í hlaup­inu í fyrra og stefna skipu­leggj­end­ur að enn­þá stærra og flott­ara hlaupi í ár. Nú er bara að reima á sig skóna og mæta í Tinda­hlaup­ið þann 26. ág­úst.

Tengt efni

  • Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar 15 ára

    Venju sam­kvæmt fór Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fram á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima þann 31. ág­úst síð­ast­lið­inn.

  • Vel heppn­að Tinda­hlaup 2021

    Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fór fram laug­ar­dag­inn 28. ág­úst sl.

  • Í tún­inu heima 2020 og Tinda­hlaupi Mos­fells­bæj­ar af­lýst

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í dag eft­ir til­lögu neyð­ar­stjórn­ar bæj­ar­ins sem sam­þykkt var á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar þ. 11. ág­úst að af­lýsa bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima 2020 vegna heims­far­ald­urs Covid-19.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00