Tindahlaup Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 26. ágúst, á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Hlaupið er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup þar sem hægt er að velja um að hlaupa á 1, 3, 5 eða 7 tinda.
Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning við Jeep á Íslandi en Mosfellingarnir og bræðurnir Pétur Kristján og Októ Þorgrímssynir eru eigendur Ís-Band í Þverholti 6. Jeep er þar með stærsti styrktaraðili hlaupsins en aðstandendur og skipuleggjendur hlaupsins eru Mosfellsbær ásamt björgunarsveitinni Kyndli og blakdeild Aftureldingar.
Markmið þeirra sem standa að hlaupinu er að allir geti tekið þátt og skemmtanagildið er ofar öllu. Vegalengdirnar eru fjórar þ.e. 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tindar (34 km) og 7 tindar (37 km) og ættu því allir að geta fundið vegalengd við hæfi. Góðar drykkjarstöðvar eru á leiðinni, Kyndill og blakdeild Aftureldingar sjá um brautavörslu og tryggja öryggi hlaupara.
Metþátttaka var í hlaupinu í fyrra og stefna skipuleggjendur að ennþá stærra og flottara hlaupi í ár. Nú er bara að reima á sig skóna og mæta í Tindahlaupið þann 26. ágúst.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.