Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu: Deiliskipulagsbreyting fyrir verslunar, þjónustu- og athafnasvæði í Blikastaðalandi.
Tillagan gengur út á að breyta lóðamörkum lóða A og B og breyta byggingareitum og byggingarmagni á lóðum A-B og D. Jafnframt er götuheiti Korputúns fært inn í deiliskipulagsgögn, húsnúmer uppfærð og skilmálar varðandi byggingar uppfærðir. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, deiliskipulagsuppdráttar, skýringauppdráttar og skýringasniðs.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar, mál nr. 589/2024.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 8. júlí nk.