Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu: Deiliskipulagsbreyting fyrir frístundalóð við Krókatjörn.
Breytingin felst í því að skipta lóð L125210 upp í fjórar frístundalóðir í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Hver frístundalóð er á milli 6.500-7.000 m² af stærð og skilgreindur er byggingarreitur innan hverrar lóðar. Lóðin er austan megin við Krókatjörn og aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar.