Mosfellsbær auglýsir nú skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu: Álanesskógur – deiliskipulagsbreyting Álafosskvosar.
Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar fyrir Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar, mál nr. 536/2024.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 24. júní nk.