Mosfellsbær auglýsir nú skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi: Seldalur L125331.
Skipulagssvæðið er ódeiliskipulagt og í nálægð við deiliskipulagða frístundabyggð úr landi Miðdals. Tillagan felur í sér að skipta upp um 3,25 ha lands í sex nýjar frístundalóðir ásamt sameignarsvæði. Miðað er við eitt hús á lóð með eða án gestahúss eða geymslu. Heildarbyggingamagn hverrar lóðar skal ekki vera meira en 130 m².
Hlekkur, PDF – Tillaga að deiliskipulagi fyrir Seldal við Selmerkurveg í landi Miðdals
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar, Mál nr. 400/2024.