Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 30.04.2025 að kynna og auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Selmerkurvegar 17. Tillagan felur í sér breytta aðkomu lóðarinnar sem áður var sameiginleg með lóðum 11, 13 og 15 en fer nú um lóðir 19 og 21, í samræmi við gögn. Annað í skipulagi er óbreytt.
Skipulagssvæðið í heild sinni er í suðurhluta Mosfellsbæjar, fyrir sunnan Nesjavallaveg og austan Selmerkurveg. Skipulagssvæðið er um 3,25 ha að stærð og er um afmarkað land að ræða með landnúmer L125331. Deiliskipulagstillagan felur í sér að skipta skipulagssvæðinu upp í sex nýjar frístundalóðir ásamt sameignarsvæði. Deiliskipulagstillaga snertir eina lóð og sýnir breytta aðkomu að einni lóðinni innan svæðisins en kvöð er um akstur í gegnum lóðir.
Gögn eru aðgengileg undir máli nr. 638/2025 í Skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur er til og með 10.06.2025 og skulu umsagnir eða athugasemdir berast rafrænt.