Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 26. febrúar sl. var samþykkt að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð á landi nr. 213970 úr Miðdalslandi við Selmerkurveg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á „Deiliskipulag frístundasvæðis Miðdals“, samþykkt 8. desember árið 2021.
Breytingin felst í að bætt er við einni frístundarlóð, tilfærslu lóðamarka og breyttum lóðastærðum. Stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Umsagnafrestur er til og með 12. maí 2025.
Umsögnum skal skilað skriflega í gegnum gátt Skipulagsstofnunar.