Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 14.05.2025 að kynna og auglýsa byggingaráform og byggingarleyfisumsókn skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga sýnir fyrirætlanir um stækkun húss að Bæjarási 3 ásamt nýbyggingu aukahúss á lóð, í samræmi við gögn. Rífa á eldri 20,0 m² viðbyggingu og stækka íbúðarhús um 200,0 m², fjarlægja smáhýsi og byggja 30,0 m² aukahús auk nýrrar 15,0 m² áhaldageymslu.
Hér er um að ræða umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um.
Gögn eru aðgengileg undir máli nr. 728/2025 í Skipulagsgátt.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 23.06.2025.