Mosfellsbær auglýsir nú skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi: Dalland L123625
Skipulagssvæðið er í suðurhluta Mosfellsbæjar, norðan við Selvatn og fyrir sunnan Nesjavallaveg. Tillagan felur í sér að heimila nýtt smábýli þar sem heimilt verður að byggja húsnæði og stunda frístundabúskap. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha og samkvæmt tillögunni eru sýndir tveir byggingarreitir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, hesthús og reið- eða vélaskemmu. Heildarbyggingamagn innan landspildunnar skal ekki vera meira en 1.500 m².
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar, mál nr. 263/2024.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 22. apríl nk.