Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi frístundalóða við Krókatjörn, Mosfellsbæ. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við vestanverða Krókatjörn, fyrir frístundalóð lnr. 125143, sem er um 1,6 ha að stærð, innan frístundabyggðarreits 518-F í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Fyrirhugað er að skipta lóðinni upp í tvær frístundalóðir, lóð með núverandi lnr. 125143 verður 10.629 m² og nýja lóðin verður 5.215 m². Aðkoma að lóðunum verður um núverandi vegstæði. Hámarks byggingarmagn er 200 m² á stærri lóðinni og allt að 130 m² á þeirri minni.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á upplýsingatorgi á 1. hæð, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 28. apríl til og með 13. júní 2022.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar