Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2022

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóða við Króka­tjörn, Mos­fells­bæ. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag við vest­an­verða Króka­tjörn, fyr­ir frí­stundalóð lnr. 125143, sem er um 1,6 ha að stærð, inn­an frí­stunda­byggð­ar­reits 518-F í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Fyr­ir­hug­að er að skipta lóð­inni upp í tvær frí­stunda­lóð­ir, lóð með nú­ver­andi lnr. 125143 verð­ur 10.629 m² og nýja lóð­in verð­ur 5.215 m². Að­koma að lóð­un­um verð­ur um nú­ver­andi veg­stæði. Há­marks bygg­ing­armagn er 200 m² á stærri lóð­inni og allt að 130 m² á þeirri minni.

Gögn eru að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar og á upp­lýs­inga­torgi á 1. hæð, Þver­holti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér til­lög­una og gert við hana at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar ásamt helstu upp­lýs­ing­um og kenni­tölu send­anda. Senda skal þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um er frá 28. apríl til og með 13. júní 2022.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00