Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti tillögu deiliskipulagsbreytingarinnar á fundi sínum þann 23.02.2022 eftir umfjöllun og samþykkt skipulagsnefndar þann 18.02.2022. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Leirvogstungu, í Mosfellsbæ, var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipalagslaga nr. 123/2010, með kynningu frá 26.08.2021 með athugasemdafresti til 10.10.2021.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti tillögu deiliskipulagsbreytingarinnar á fundi sínum þann 23.02.2022 eftir umfjöllun og samþykkt skipulagsnefndar þann 18.02.2022. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Leirvogstungu, í Mosfellsbæ, var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipalagslaga nr. 123/2010, með kynningu frá 26.08.2021 með athugasemdafresti til 10.10.2021.
Breytingin felur í sér endurskoðun á hverfinu með það að markmiði að lagfæra stígakerfi eldra skipulags og aðlaga það landfræðilegum aðstæðum. Einnig bætast við stígatengingar úr botnlöngum Laxatungu. Í flestum botnlöngum við Vogatungu og Kvíslartungu er gert ráð fyrir snúningshausum. Tillagan sýnir einnig viðbótarlóðir/lóðastækkanir þar sem aðstæður leyfa. Sérstakir skilmálar eru settir um stækkanir sem nýta má sem garða. Einnig bætast við almennir skilmálar um frágang á lóðarmörkum, girðingar, veggi og gróður. Þetta á við um allar lóðir í hverfinu.
Gerðar voru minni háttar breytingar á uppdrætti og greinargerð í samræmi við athugasemdir.
Samþykkt gögn og svör athugasemda má nálgast fyrir neðan fréttina.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar