Bæjarráð opnaði tilboð í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu á 1606. fundi sínum í morgun 14. desember.
Fresturinn til að skila inn tilboðum var til 7. desember og samkvæmt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra var eftirspurnin eftir byggingarrétt þessara lóða samkvæmt væntingum og bárust alls 36 gild tilboð í þær. Þar af voru 7 tilboð í einbýlishúsalóðir við Fossatungu og 29 tilboð í raðhúsalóðir við Langatanga.
Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs sem haldinn verður fimmtudaginn 21. desember 2023.
Á myndinni eru frá vinstri til hægri:
Anna Sigríður Guðnadóttir kjörinn fulltrúi, Lovísa Jónsdóttir kjörinn fulltrúi, Ásgeir Sveinsson kjörinn fulltrúi, Rúnar Bragi Guðlaugsson kjörinn fulltrúi, Dagný Kristinsdóttir kjörinn fulltrúi, Ómar Þröstur Björgólfsson lögfræðingur, Þóra M. Hjaltested bæjarlögmaður, Regína Ásvalsdóttir bæjarstjóri og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið