Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. júní 2024

Mos­fells­bær hef­ur opn­að fyr­ir út­hlut­un lóða í Helga­fells­hverfi. Í boði eru 50 lóð­ir við Úu­götu þar sem gert er ráð fyr­ir 30 ein­býl­is­hús­um, átta par­hús­um (16 íbúð­ir) og einu fjög­urra ein­inga rað­húsi.

Úugata er í suð­ur­hlíð­um Helga­fells og er eitt glæsi­leg­asta bygg­ing­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Lóð­irn­ar sitja hátt í land­inu og það­an er mik­ið út­sýni.

Í hverf­inu er lögð áhersla á fjöl­breytta byggð, vand­aða um­hverf­is­mót­un og góða teng­ingu við úti­vist­ar­svæði og ósnortna nátt­úru. Hverf­ið ligg­ur vel við meg­in um­ferð­ar­kerfi Mos­fells­bæj­ar og er skammt frá mið­bæn­um og allri þeirri þjón­ustu sem þar er í boði.

Fjallað var um Helga­fells­hverf­ið og út­hlut­un lóð­anna á vis­ir.is og þar sagði Regína Ás­valds­dótt­ir með­al ann­ars:

„Það er óhætt að segja að Úugata, í suð­ur­hlíð­um Helga­fells, sé eitt glæsi­leg­asta bygg­ing­ar­svæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Við ger­um ráð fyr­ir því að lóð­irn­ar verði mjög eft­ir­sótt­ar enda eru ekki marg­ar suð­ur­hlíð­ar eft­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Því má segja að þetta sé ein­stakt tæki­færi. Við erum með nýj­an og glæsi­leg­an grunn­skóla á svæð­inu, Helga­fells­skóla, sem einn­ig er með leik­skóla­deild og verð­ur full­byggð­ur með um 700 nem­end­ur. Auk þess erum við að byggja íþrótta­hús við skól­ann og nýj­an 120 – 150 barna leik­skóla sem tek­ur til starfa haust­ið 2025 og þar með verða leik­skól­arn­ir orðn­ir tveir í hverf­inu.”

Til­boð í lóð­ir skulu berast Mos­fells­bæ fyr­ir mið­nætti þann 19. júní 2024 og verða ein­göngu mót­tekin með ra­f­ræn­um hætti í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00