Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. júlí 2020

Í apríl 2018 hélt fjöl­skyldu­nefnd op­inn nefnd­ar­f­und með íbú­um Mos­fells­bæj­ar í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar vegna mót­un­ar stefnu bæj­ar­ins í mál­efn­um eldri borg­ara.

Þar sem þessi vinn­an hófst á síð­asta kjör­tíma­bili var tekin ákvörð­un um að fela nýrri fjöl­skyldu­nefnd og bæj­ar­stjórn að taka við hug­mynd­um íbúa í mála­flokkn­um og vinna úr efn­inu.

Þátttaka var með ein­dæm­um góð en á fund­in­um lögðu 110 íbú­ar fram hug­mynd­ir sín­ar um markmið og að­gerð­ir í mála­flokkn­um.

Í kjöl­far fund­ar­ins vann starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar úr þeim til­lög­um og fjöl­skyldu­nefnd fjall­aði um og vann áfram drög að stefnu í mála­flokkn­um. Í kjöl­far þess fékk öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar drög­in til um­sagn­ar og fjall­aði um hana á nokkr­um fund­um. Stefn­an var lögð fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd 16. júní 2020 sem vís­aði henni til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­stjórn sem sam­þykkti stefn­una á fundi sín­um þann 25. júní.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00