Miðvikudaginn 28. ágúst næstkomandi verður opið hús fyrir eldri borgara í Hlégarði, á milli kl. 14:00 – 16:00. Kynnt verður sú þjónusta sem eldri borgurum stendur til boða í sveitarfélaginu. Þjónustuaðilar verða með kynningarbása þar sem gefst tækifæri til að afla nánari upplýsinga um það starf sem er í boði hjá hverjum og einum aðila.
Dagskrá:
- 14:00 Setning.
- 14:15 Fyrirlesturinn „Það er pláss fyrir alla“. Vitundarvakning Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um félagslega einangrun. Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur söngvaskáld.
- 14:45 Kynningarbásar opnaðir.
- 16:00 Dagskrárlok.
Heitt verður á könnunni. Öll velkomin!
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.