Á árinu 2020 voru drög að stefnumótun Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks lögð fyrir fjölskyldunefnd.
Fyrirhugað var að halda opinn íbúafund í upphafi ársins 2020, en vegna samkomutakmarkana frestaðist sá fundur til hausts 2020. Haldinn var opinn rafrænn fundur þann 22. september 2020 þar sem leitað var eftir tillögum og hugmyndum frá íbúum, fötluðum sem ófötluðum, starfsmönnum og öðrum sem láta sig málaflokkinn varða. Var þátttaka góð og byggir stefna Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks meðal annars á þeim tillögum og hugmyndum sem komu fram á þeim fundi.
Frá því að íbúafundurinn var haldinn fór það efni sem aflað var til úrvinnslu hjá KPMG og síðar fjölskyldusviðs, fjölskyldunefndar og notendaráðs fatlaðs fólks. Á seinni hluta síðasta árs var lokaútgáfa stefnunnar samþykkt í fjölskyldunefnd. Stefnan gildir til ársins 2027 og er leiðarljós starfsmanna Mosfellsbæjar í vinnu með fötluðu fólki.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.