Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. maí 2022

Á ár­inu 2020 voru drög að stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks lögð fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd.

Fyr­ir­hug­að var að halda op­inn íbúa­fund í upp­hafi árs­ins 2020, en vegna sam­komutak­mark­ana frest­að­ist sá fund­ur til hausts 2020. Hald­inn var op­inn ra­f­rænn fund­ur þann 22. sept­em­ber 2020 þar sem leitað var eft­ir til­lög­um og hug­mynd­um frá íbú­um, fötl­uð­um sem ófötl­uð­um, starfs­mönn­um og öðr­um sem láta sig mála­flokk­inn varða. Var þátttaka góð og bygg­ir stefna Mos­fells­bæj­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks með­al ann­ars á þeim til­lög­um og hug­mynd­um sem komu fram á þeim fundi.

Frá því að íbúa­fund­ur­inn var hald­inn fór það efni sem aflað var til úr­vinnslu hjá KPMG og síð­ar fjöl­skyldu­sviðs, fjöl­skyldu­nefnd­ar og not­enda­ráðs fatl­aðs fólks. Á seinni hluta síð­asta árs var loka­út­gáfa stefn­unn­ar sam­þykkt í fjöl­skyldu­nefnd. Stefn­an gild­ir til árs­ins 2027 og er leið­ar­ljós starfs­manna Mos­fells­bæj­ar í vinnu með fötl­uðu fólki.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00