Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Stefn­an er mót­uð í kjöl­far íbúa­fund­ar sem hald­inn var þann 22. sept­em­ber 2020. Þátt­tak­end­ur voru um 40 auk starfs­manna. Vegna COVID-19 tak­mark­ana var fund­ur­inn hald­inn sem fjar­fund­ur.

Íbúa­fund­ur­inn hófst með ávarpi bæj­ar­stjóra, Har­ald­ar Sverris­son­ar. Í kjöl­far þess var birt við­tal við Ein­ar Scheving sem Elva Hjálm­ars­dótt­ir tók. Því næst var kom­ið að vinnu­stofu með mál­efna­hóp­um sem Sæv­ar Krist­ins­son frá KPMG stýrði. Að lok­um fjall­aði Rún­ar Bragi Guð­laugs­son, formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar um veg­ferð­ina framund­an.

Á íbúa­fund­in­um var velt upp hvern­ig megin­á­hersl­um Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um fatl­aðs fólks ætti að vera háttað á kom­andi árum. Var þar unn­ið með fjór­ar megin­á­hersl­ur:

  • At­vinna fatl­aðs fólks
  • Þjón­usta sveit­ar­fé­lags­ins til fatl­aðs fólks
  • Sjálf­stætt líf og bú­seta
  • Þjón­usta við fötluð börn og ung­menni

Auk þess var opið fyr­ir önn­ur mál­efni sem þátt­tak­end­ur vildu koma á fram­færi.

Fjöl­skyldu­nefnd fer með mála­flokk fatl­aðs fólks sam­kvæmt lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk. Fjöl­skyldu­nefnd vann með stefn­una í drög­um ásamt ráð­gjafa, not­enda­ráði fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ og Kjós­ar­hreppi auk starfs­fólks fjöl­skyldu­sviðs.

Stefna í mál­efn­um fatl­aðs fólks er gerð með til­vís­un til stefnu­mót­un­ar Mos­fells­bæj­ar sem unn­in var árið 2017 og gild­ir til árs­ins 2027.


Fram­tíð­ar­sýn

Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.

Meg­in­hluti starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins hverf­ist um þarf­ir og vel­ferð íbúa og á það við um öll svið mann­lífs­ins í Mos­fells­bæ.


Áherslu­flokk­ar

Áherslu­flokk­ar í stefnu Mos­fells­bæj­ar eru rétt þjón­usta, flott fólk og stolt sam­fé­lag. Und­ir hverj­um áherslu­flokki eru þrjár áhersl­ur.

Þann­ig vill Mos­fells­bær vera per­sónu­leg­ur, skil­virk­ur og snjall þeg­ar kem­ur að því að veita rétta þjón­ustu. Í áherslu­flokkn­um flott fólk vill Mos­fells­bær vera sam­starfs­fús, fram­sæk­inn og með­vit­að­ur. Þeg­ar kem­ur að stoltu sam­fé­lagi vill Mos­fells­bær vera eft­ir­sótt­ur, heil­brigð­ur og sjálf­bær.

Á sviði mál­efna fatl­aðs fólks er mik­il­vægt að Mos­fells­bær sjái fyr­ir og mæti þörf­um íbúa fyr­ir þjón­ustu og styðji íbúa þeg­ar við á auk þess að eiga skil­virkt sam­tal við íbúa um þró­un starf­sem­inn­ar. Mos­fells­bær stát­ar af góðu starfs­fólki sem leit­ar eft­ir sam­starfi við íbúa og er með­vit­að­ur um mik­il­vægi þess að íbú­ar nái að blómstra hver í sínu. Þá leit­ast bær­inn við að vera eft­ir­sótt­ur til bú­setu, stuðla að heil­brigði íbúa og gæta að um­hverf­inu.

Loks tek­ur stefna í mál­efn­um fatl­aðs fólks mið af gild­um bæj­ar­ins: Virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja. Þann­ig er virð­ing borin fyr­ir fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins, ólík­um þörf­um íbúa og já­kvæðni ein­kenn­ir við­horf til þró­un­ar og umbreyt­ing­ar á þjón­ustu í mála­flokkn­um.

Rétt þjón­usta

  • Per­sónu­leg­ur
  • Skil­virk­ur
  • Snjall

Flott fólk

  • Sam­starfs­fús
  • Fram­sæk­inn
  • Með­vit­að­ur

Stolt sam­fé­lag

  • Eft­ir­sótt­ur
  • Heil­brigð­ur
  • Sjálf­bær

Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna

Við mót­un stefnu í mál­efn­um fatl­aðs fólks voru heims­markmið
Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un höfð til hlið­sjón­ar og þau verk­efni sem falla und­ir þau.

Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins með 169 und­ir­markmið. Að­ild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa skuld­bund­ið sig við að vinna skipu­lega að inn­leið­ingu mark­mið­anna. Að­al­inn­tak heims­mark­mið­anna er að eng­ir ein­stak­ling­ar eða hóp­ar verði skild­ir eft­ir. Í því felst að mark­mið­in ná til allra sam­fé­lags­hópa, á öll­um aldri.

Heims­mark­mið­in nálg­ast mál­efni fatl­aðs fólks með marg­vís­leg­um hætti en þar ber hæst heims­markmið nr. 10 – auk­inn jöfn­uð­ur, sem snert­ir alla meg­in­þætti stefn­unn­ar. Má sjá til­vís­un í heims­mark­mið­in við sér­hvern mála­flokk stefn­unn­ar.


Leið­ar­ljós

Leið­ar­ljós Mos­fells­bæj­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks eru þau rétt­indi sem samn­ing­ur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks kveð­ur á um. Í 3. grein samn­ings­ins er fjallað um þær meg­in­regl­ur sem Mos­fells­bær leit­ast við að fylgja. Hugtök grein­ar­inn­ar eins og virð­ing, virk þátttaka í sam­fé­lag­inu, jöfn tæki­færi og jafn­rétti, að­gengi og bann við mis­mun­un, falla vel að áherslu­þátt­um stefn­unn­ar.

Mos­fells­bær tek­ur einn­ig mið af Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna þeg­ar kem­ur að þjón­ustu við fötluð börn. Þar fjall­ar grein 23 um rétt­indi fatl­aðra barna til þess að lifa í sam­fé­lagi til jafns við önn­ur ófötluð börn og að þau geti tek­ið þátt í sam­fé­lag­inu á virk­an hátt. Grein 2 í barna­sátt­mál­an­um legg­ur einn­ig áherslu á að öll börn eru jöfn og eiga jafn­an rétt til að njóta þeirra rétt­inda sem sátt­mál­inn fjall­ar um.

Mos­fells­bær legg­ur einn­ig áherslu á að sú grunn­þjón­usta sem öll­um íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins er tryggð í lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga standi fötl­uðu fólki til boða til jafns við aðra íbúa sveit­ar­fé­lags­ins enda er veit­ing grunn­þjón­ustu til jafns við aðra til þess gerð að auka jöfn­uð í sam­fé­lag­inu. Til við­bót­ar við grunn­þjón­ustu stýra lög um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir einn­ig starfi Mos­fells­bæj­ar gagn­vart þjón­ustu við fatlað fólk.


Fimm meg­in þjón­ustu­þætt­ir

Í stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um fatl­aðs fólks er fjallað um fimm meg­in þjón­ustu­þætti.


1. Þjón­usta við fötluð börn og ung­menni

Markmið

  • Mos­fells­bær vill standa vörð um rétt fatl­aðra barna og ung­menna til að njóta þjón­ustu til jafns við önn­ur börn og ung­menni.
  • Mik­il­vægt er að tryggja upp­lýs­inga­streymi til að­stand­enda fatl­aðra barna og ung­menna um rétt­indi þeirra og þjón­ustu bæj­ar­ins.

Að­gerð­ir

  • Sveit­ar­fé­lag­ið legg­ur áherslu á að meta þarf­ir fatl­aðra barna til stuðn­ings út frá ein­stak­lings­bundnu þjón­ustumati hvers og eins.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið bjóði upp á sam­þætta frístund fyr­ir öll börn út frá þörf­um hvers og eins.
  • Boð­ið verði upp á lengda við­veru fyr­ir fatl­aða nem­end­ur þar til fram­halds­skóla lýk­ur.
  • Á tíma­bil­inu skoði Mos­fells­bær hvort grund­völl­ur sé fyr­ir að opna skamm­tíma­dvöl í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir fötluð börn og ung­menni.
  • Gætt verði sér­stak­lega að sam­fellu í þjón­ustu þeg­ar barn nær 18 ára aldri.
  • Stutt verði við fötluð börn og ung­menni til að sækja al­mennt íþrótta- og tóm­stund­ast­arf inn­an sveit­ar­fé­lags­ins.

2. Þjón­usta sveit­ar­fé­lags­ins við fatlað fólk

Markmið

  • Þjón­usta Mos­fells­bæj­ar við fatlað fólk mið­ast að því að tryggja og efla sjálf­stæði þeirra sem ein­stak­linga.
  • Áhersla verð­ur lögð á fé­lags­leg­an þátt þjón­ust­unn­ar og að gera fötl­uðu fólki kleift að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu. Þann­ig fái þeir not­ið lífs­gæða og upp­lif­un­ar á eig­in for­send­um.
  • Þjón­usta Mos­fells­bæj­ar við fatlað fólk verði áfram að­gengi­leg og fjöl­breytt en sé jafn­framt í stöð­ugri þró­un og um­bót­um.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið stuðli að virku not­enda­sam­ráði.

Að­gerð­ir

  • Þjón­ust­an við fatlað fólk verði stöðug og sam­felld, óháð aldri.
  • Fatlað fólk verði hvatt til og gert kleift að stunda fé­lags­st­arf til að tryggja sam­veru við fólk með svip­að­ar þarf­ir og áhuga­mál.
  • Stuðlað verði að auknu fram­boði fé­lags-, íþrótta- og tóm­stund­astarfs.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið legg­ur sig fram um að eiga í góðu sam­starfi við þær stofn­an­ir sem bjóða upp á nám fyr­ir fatlað fólk og sé upp­lýst um þær
    náms­leið­ir sem standi til boða hverju sinni.
  • Tryggja gæði þjón­ust­unn­ar ekki hvað síst með ráð­gjöf og hand­leiðslu fyr­ir starfs­fólk.
  • Tryggt verði gott sam­st­arf við stuðn­ings- og ráð­gjafat­eymi fyr­ir fatlað fólk í sam­starfi við heilsu­gæsl­una.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið nýti sam­ráðsvett­vang not­enda­ráðs fatl­aðs fólks til að vinna að stöð­ug­um um­bót­um á þjón­ust­unni.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið nýti sér nið­ur­stöð­ur þjón­ustukann­ana varð­andi mála­flokk­inn.

3. Að­gengi

Markmið

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á að bæta að­gengi fatl­aðs fólks, hvort sem um er að ræða ra­f­rænt að­gengi eða að­gengi að stíg­um og mann­virkj­um sem lið í að auka jafn­ræði milli allra bæj­ar­búa.

Að­gerð­ir

  • Upp­lýs­ing­ar um þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins við fatlað fólk verði að­gengi­leg­ar á heima­síðu bæj­ar­ins og áhersla lögð á að þær séu einn­ig sett­ar fram á auð­lesnu máli.
  • Lögð verði áhersla á að veita ráð­gjöf til for­ráða­manna fatl­aðra barna, fatl­aðs fólks eða að­stand­enda um þau rétt­indi og þjón­ustu sem við­kom­andi á mögu­leika á að njóta, hvort sem er inn­an eða utan sveit­ar­fé­lags­ins.
  • Við þró­un stíga­kerf­is bæj­ar­ins og inn­viða verði tek­ið mið af þörf­um fatl­aðs fólks.
  • Kom­ið verði á fót ábend­ing­ar­hnappi þar sem fatlað fólk get­ur sett fram ábend­ing­ar um það sem bet­ur má fara í sveit­ar­fé­lag­inu.

4. At­vinnu­mál

Markmið

  • Með fjöl­breytt­ari at­vinnu­mögu­leik­um sem henta fötl­uðu fólki eykst sjálf­stæði þeirra og fé­lags­leg þátttaka í bæj­ar­líf­inu.
  • Fyr­ir­tæki og stofn­an­ir bæj­ar­ins séu upp­lýst um ávinn­ing þess að bjóða störf til fatl­aðs fólks.

Að­gerð­ir

  • Stofn­an­ir bæj­ar­ins leit­ist við að fjölga störf­um fyr­ir fatlað fólk inn­an þeirra vinnu­staða, sem hluti af sam­fé­lags­legri ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið leit­ist við að vera í sam­starfi við Vinnu­mála­stofn­un um að stofn­un­in fræði at­vinnu­rek­end­ur í Mos­fells­bæ um já­kvæða þætti þess að hafa fatlað fólk í vinnu og þann­ig sé stuðlað að fjölg­un at­vinnu­tæki­færa fyr­ir fatlað fólk.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið leit­ist við að fjölga störf­um í vinnu, virkni og hæf­ingu fyr­ir þá sem það þurfa og kjósa.

5. Sjálf­stætt líf og bú­seta

Markmið

  • Fjölg­un bú­setu­kosta fatl­aðs fólks ásamt þjón­ustu á heim­ili þess í takt við þarf­ir, geri fötl­uð­um ein­stak­ling­um fært að lifa sjálf­stæðu lífi og njóta þess.
  • Sveit­ar­fé­lag­ið leggi áherslu á fjöl­breytta, ein­stak­lings­mið­aða þjón­ustu sem tek­ur mið af þörf­um og ósk­um hvers og eins sem mið­ar út frá því að ein­stak­ling­ur­inn geti lifað sjálf­stæðu og inni­halds­ríku lífi.

Að­gerð­ir

  • Auk­ið verði fram­boð bú­setu­úr­ræða á hverj­um tíma í takt við ósk­ir og þarf­ir
    þeirra sem það kjósa.
  • Þjón­usta í sjálf­stæðri bú­setu verði efld með auk­inni þjón­ustu utan kjarna og sam­hliða lögð áhersla á fjölg­un leigu­hús­næð­is í eigu sveit­ar­fé­lags­ins.
  • Unn­ið verði í því að bjóða þeim íbú­um í sveit­ar­fé­lag­inu sem búa á her­bergja­sam­býl­um nýtt bú­setu­form, í takt við þarf­ir og ósk­ir hvers og eins.
  • Þjón­usta skal veitt út frá for­send­um hvers og eins og byggð á hans ósk­um, eins og frekast er unnt.
  • Stutt verði við þá starf­semi í bú­setu­kjörn­um sem efli fólk til fé­lags­legra sam­skipta við aðra og sporni þann­ig við ein­angr­un.
  • Sett­ar verði kröf­u­lýs­ing­ar í allri sér­tækri bú­setu sem og öðr­um þjón­ustu­til­boð­um sem sveit­ar­fé­lag­ið rek­ur í mála­flokki fatl­aðs fólks sem hluti af gæða­eft­ir­liti.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00