Allar strætóleiðir og aðalgötur voru mokaðar fyrir klukkan 7:00 í morgun.
Eftir það hófst mokstur á stofn- og tengileiðum auk íbúðargatna og er gert ráð fyrir að sú vinna klárist fyrir kvöldið.
Unnið er að því að klára að hreinsa stíga og er gert ráð fyrir að það klárist fljótlega eftir hádegið.