Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. september 2012

Vakin er at­hygli á upp­færðu sorp­hirðu­da­ga­tali í Mos­fells­bæ.

Sú breyt­ing verð­ur á daga­tal­inu að sett­ir eru ákveðn­ir dag­ar fyr­ir tæm­ingu á blá­um papp­írstunn­um í bæn­um í stað þess að að­eins sé til­greint í hvaða viku tæm­ing­in fer fram. Þetta er gert til þess að bæta þjón­ust­una og íbú­ar viti bet­ur hvenær von er á tæm­ingu frá sorp­hirðu­að­il­an­um.

Tæm­ing á bláaum papp­írstunn­um fer áfram fram á 28 daga fresti og al­mennt sorp er að jafn­aði tæmt á 8-10 daga fresti.

Ný papp­írst­unna í Mos­fells­bæ

Mos­fells­bær hef­ur ákveð­ið að auka end­ur­vinnslu á sorpi frá heim­il­um í bæn­um með inn­leið­ingu á sér­stakri end­ur­vinnslut­unnu fyr­ir papp­írsúrg­ang – blárri papp­írst­unnu. Til­gang­ur­inn er að auð­velda flokk­un á sorpi og skapa um leið um­hverf­i­s­vænna sam­fé­lag í takt við stefnu sveit­ar­fé­lags­ins í um­hverf­is­mál­um. Í fram­haldi af flokk­un á papp­írsúr­gangi er stefnt að frek­ari end­ur­vinnslu strax á næsta ári.

Mark­mið­ið er að fá alla íbúa bæj­ar­fé­lags­ins til að auka flokk­un á úr­gangi og draga um leið úr magni urð­aðs úr­gangs. Með því verð­ur Mos­fell­bær fyrsta sveita­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ásamt Kópa­vogs­bæ, til að end­ur­vinna úr­g­ang frá hverju heim­ili.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00