Sú breyting verður á dagatalinu að settir eru ákveðnir dagar fyrir tæmingu á bláum pappírstunnum í bænum í stað þess að aðeins sé tilgreint í hvaða viku tæmingin fer fram. Þetta er gert til þess að bæta þjónustuna og íbúar viti betur hvenær von er á tæmingu frá sorphirðuaðilanum.
Tæming á bláaum pappírstunnum fer áfram fram á 28 daga fresti og almennt sorp er að jafnaði tæmt á 8-10 daga fresti.
Ný pappírstunna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur ákveðið að auka endurvinnslu á sorpi frá heimilum í bænum með innleiðingu á sérstakri endurvinnslutunnu fyrir pappírsúrgang – blárri pappírstunnu. Tilgangurinn er að auðvelda flokkun á sorpi og skapa um leið umhverfisvænna samfélag í takt við stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum. Í framhaldi af flokkun á pappírsúrgangi er stefnt að frekari endurvinnslu strax á næsta ári.
Markmiðið er að fá alla íbúa bæjarfélagsins til að auka flokkun á úrgangi og draga um leið úr magni urðaðs úrgangs. Með því verður Mosfellbær fyrsta sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kópavogsbæ, til að endurvinna úrgang frá hverju heimili.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.