Gera má ráð fyrir að sorp falli til um hátíðirnar sem íbúar eru ekki vanir að flokka dagsdaglega. Allur jólapappír og pappírsúrgangur utan af leikföngum og jólagjöfum má til að mynda fara í bláu endurvinnslutunnuna.
Húsráðendur eru hvattir til að moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin til að auðvelda losun þeirra.
Sorphirðudagatal:
Á vef endurvinnslustöðva má finna ítarlegri upplýsingar um hvernig má flokka hina ýmsu hluti. Stærri umbúðum og öðru sem ekki kemst í sorptunnur við sérbýli má skila á grenndarstöðvar eða í Sorpu.