Sorphirða í Mosfellsbæ verður sem hér segir um jól og áramót:
Blandaður úrgangur og matarleifar
- 27. des.: Kriki, Helgafell, Lönd
- 28. des.: Teigar, Reykjahverfi, Dalur
Pappír/pappi og plastumbúðir
- 27. des.: Holt, Tungur
- 28. des.: Kriki, Helgafell
- 29. des.: Helgafell, Lönd, Teigar
- 30. des.: Teigar, Reykjahverfi
Húsráðendur eru hvattir til að moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin til að auðvelda losun þeirra.
Gera má ráð fyrir að sorp falli til um hátíðirnar sem íbúar eru ekki vanir að flokka dagsdaglega. Á vef Sorpu má finna upplýsingar um hvernig má flokka hina ýmsu hluti. Stærri umbúðum og öðru sem ekki kemst í sorptunnur við sérbýli má skila á grenndarstöðvar eða í Sorpu.
Afgreiðslutími Sorpu:
Gámur fyrir flugeldarusl
Gámur fyrir flugeldarusl verður staðsettur við þjónustustöð Mosfellsbæjar, Völuteigi 15, dagana 1. og 2. janúar 2024.
Hirðing á jólatrjám
Afturelding mun sjá um að hirða jólatré við lóðamörk íbúa miðvikudaginn 10. janúar og fimmtudaginn 11. janúar 2024. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir það.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.