Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. desember 2022

Nokkr­ar rask­an­ir hafa orð­ið á sorp­hirðu um há­tíð­arn­ar vegna snjó­komu og erfiðr­ar færð­ar.

Þó náð­ist að klára sorp­hirðu í þétt­býli í Mos­fells­bæ fyr­ir jólin eins og fyr­ir­hug­að var, en hirða á bláu tunn­unni í dreif­býli hef­ur taf­ist og stefnt er að því að tæm­ing á henni verði milli jóla og ný­árs ef færð og veð­ur leyf­ir.

Íbú­ar eru hvatt­ir til þess að hreinsa frá sín­um sorptunn­um til þess að sorp­hirðu­að­il­ar kom­ist að til að tæma þær.

Vegna álags í kjöl­far erfiðra að­stæðna verð­ur ekki hægt að fá auka hirðu á bláu tunn­unni milli jóla og ný­árs, sem þó hefði ver­ið æski­legt vegna þess mikla magns papp­írs og pappa sem fell­ur til um þetta leyti.  Íbú­ar eru því hvatt­ir til að nýta rými í blát­unnu vel og fara sjálf­ir með um­fram papp­ír og pappa á end­ur­vinnslu­stöð Sorpu bs. við Blíðu­bakka eða geyma til næstu tæm­ing­ar í janú­ar.  Alls ekki er heim­ilt að setja papp­ír og pappa í gráu tunn­una.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00