Nokkrar raskanir hafa orðið á sorphirðu um hátíðarnar vegna snjókomu og erfiðrar færðar.
Þó náðist að klára sorphirðu í þéttbýli í Mosfellsbæ fyrir jólin eins og fyrirhugað var, en hirða á bláu tunnunni í dreifbýli hefur tafist og stefnt er að því að tæming á henni verði milli jóla og nýárs ef færð og veður leyfir.
Íbúar eru hvattir til þess að hreinsa frá sínum sorptunnum til þess að sorphirðuaðilar komist að til að tæma þær.
Vegna álags í kjölfar erfiðra aðstæðna verður ekki hægt að fá auka hirðu á bláu tunnunni milli jóla og nýárs, sem þó hefði verið æskilegt vegna þess mikla magns pappírs og pappa sem fellur til um þetta leyti. Íbúar eru því hvattir til að nýta rými í blátunnu vel og fara sjálfir með umfram pappír og pappa á endurvinnslustöð Sorpu bs. við Blíðubakka eða geyma til næstu tæmingar í janúar. Alls ekki er heimilt að setja pappír og pappa í gráu tunnuna.
Sorphirðudagatal
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.