Sorphirða í Mosfellsbæ er nú aðeins á eftir áætlun vegna veðurs og fannfergis.
Gert er ráð fyrir því að hirða bæði bláar tunnur og gráar tunnur fyrir jól.
- Bláar tunnur: Áætlað 21. – 22. desember
- Gráar tunnur: Áætlað 23. – 24. desember
Íbúar eru beðnir um að huga að því að moka frá ruslatunnum til að tryggja gott aðgengi sorphirðufólks að þeim.