Sorphirða í Mosfellsbæ er nú aðeins á eftir áætlun vegna veðurs og fannfergis.
Gert er ráð fyrir því að hirða bæði bláar tunnur og gráar tunnur fyrir jól.
- Bláar tunnur: Áætlað 21. – 22. desember
- Gráar tunnur: Áætlað 23. – 24. desember
Íbúar eru beðnir um að huga að því að moka frá ruslatunnum til að tryggja gott aðgengi sorphirðufólks að þeim.
Tengt efni
Ný grenndarstöð við Bogatanga
Nú hefur nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Nýja kerfinu fylgja breytingar á grenndarstöðvum.
Opnað að nýju fyrir umsóknir um tvískiptar tunnur fyrir fámenn sérbýli
Eftirspurn er enn eftir tvískiptum tunnum fyrir pappír/pappa og plastumbúðir sem stóð íbúum í fámennari sérbýlum til boða.
Umsókn um tvískiptar tunnur fyrir fámenn sérbýli
Nú geta íbúar í fámennari sérbýlum, þar sem einn eða tveir búa, sótt um að fá tvískipta tunnu fyrir pappír/pappa og plastumbúðir í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar.