Almenn sorphirða hefur verið samkvæmt áætlun undanfarið. Hirðutíðni er 14 dagar fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og 21 dagur fyrir pappír/pappa og plastumbúðir. Hátíðum fylgir gjarnan meira sorp og er þá bent á grenndarstöðvar við Bogatanga, Vogatungu og Dælustöðvarveg og endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka.
Samkvæmt áætlun í dag verður almennt sorp og lífrænt hirt í Mýrum, Túnum, Höfðum og Hlíðum og þá verður pappír og plast einnig hirt í Krika og Helgfelli. Hirðing á sorpi heldur áfram út vikuna samkvæmt skipulagi og má sjá á sorphirðudagatali:
Húsráðendur eru hvattir til að moka frá sorptunnum ef þannig viðrar. Athugið einnig að sorp sem er fyrir utan ílátin er ekki hirt og þá mun sorphirðuaðili ekki hirða ílát sem eru með öðrum úrgangi en þeim sem merkingar segja til um.