Gert er ráð fyrir snjókomu og skafrenningi á gamlársdag og eru starfsmenn Mosfellsbæjar og verktakar í viðbragðsstöðu vegna snjómoksturs.
Ef spár ganga eftir mun mokstur hefjast á milli kl. 05:00 og 06:00 á gamlársdagsmorgun og standa fram eftir degi eða þar til Strætisvagnar hætta akstri. Lögð verður áhersla á að halda strætisvagnaleiðum opnum og stofn- og tengileiðum. Einnig verður farið í íbúðagötur í samræmi við forgangsröðun og allir helstu stígar ruddir.
Á nýársdag er fyrst og fremst séð til þess að halda strætisvagnaleiðum opnum og helstu stofn- og tengileiðum.
Hægt er að sjá staðsetningu gatna og stíga í forgangi á kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Samgöngur > Snjómokstur/Hálkueyðing og svo er hægt að velja að sjá götur og stíga í forgangi 1 og 2.
Tengt efni
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.