Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2022

Gert er ráð fyr­ir snjó­komu og skafrenn­ingi á gaml­árs­dag og eru starfs­menn Mos­fells­bæj­ar og verk­tak­ar í við­bragðs­stöðu vegna snjómokst­urs.

Ef spár ganga eft­ir mun mokst­ur hefjast á milli kl. 05:00 og 06:00 á gaml­árs­dags­morg­un og standa fram eft­ir degi eða þar til Stræt­is­vagn­ar hætta akstri. Lögð verð­ur áhersla á að halda stræt­is­vagna­leið­um opn­um og stofn- og tengi­leið­um. Einn­ig verð­ur far­ið í íbúða­göt­ur í sam­ræmi við for­gangs­röðun og all­ir helstu stíg­ar rudd­ir.

Á ný­árs­dag er fyrst og fremst séð til þess að halda stræt­is­vagna­leið­um opn­um og helstu stofn- og tengi­leið­um.

Hægt er að sjá stað­setn­ingu gatna og stíga í for­gangi á korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Sam­göng­ur > Snjómokst­ur/Hálku­eyð­ing og svo er hægt að velja að sjá göt­ur og stíga í for­gangi 1 og 2.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00