Vinna við snjómokstur stendur enn og hafa öll tæki verið í notkun frá því í nótt. Eins og staðan er núna hafa allar götur verið mokaðar, ef einhverjar götur hafa ekki verið ruddar má koma ábendingum um það inní ábendingakerfið.
Senda ábendingu:
Að óbreyttu verður hreinsun stíga og gangstétta lokið í dag. Þar sem snjóþyngsli eru mikil eins og t.d. í Leirvogstunguhverfi þarf sérhæfð tæki til hreinsunar stíga og sú vinna getur tekið lengri tíma.
Nánari upplýsingar varðandi snjómokstur:
Tengt efni
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.
Snjómokstur í dag mánudaginn 29. janúar 2024
Snjómokstur hófst í nótt og eru 12 snjóruðningstæki við vinnu. Lögð var áhersla á að moka strætóleiðir og allar helstu stofn- og tengileiðir í bænum sem ættu að vera vel færar fyrir kl 7:30.