Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2022

Öll til­tæk tæki eru að störf­um og búið er að hreinsa flest­ar að­al­göt­ur inn­an­bæjar og unn­ið er í því að halda strætó­leið­um opn­um.

Taf­ir hafa orð­ið á mokstri vegna mik­ils skafrenn­ings. Í for­gangi er að tryggja sem fyrst greiða um­ferð um þær göt­ur og stíga sem mik­il­væg­ast­ar eru til sam­gangna. Stofn­braut­ir, strætó­leið­ir og fjöl­farn­ar safn­göt­ur njóta þann­ig for­gangs í þjón­ustu, ásamt teng­i­stíg­um í hverf­um og göngu­stíg­um.

Íbúð­ar­göt­ur eru flest­ar ófær­ar en mokst­ur í hverf­um hefst um leið og for­gangs­þjón­ustu er lok­ið við helstu stofn­braut­ir og teng­i­stíga.

Heimsend­ing mat­ar hef­ur taf­ist en fer fram um leið og unnt er.

Hægt er að sjá stað­setn­ingu gatna og stíga í forgangi á korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Samgöngur > Snjómokstur/Hálkueyðing og svo er hægt að velja að sjá götur og stíga í forgangi 1 og 2.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00