Öll tiltæk tæki eru að störfum og búið er að hreinsa flestar aðalgötur innanbæjar og unnið er í því að halda strætóleiðum opnum.
Tafir hafa orðið á mokstri vegna mikils skafrennings. Í forgangi er að tryggja sem fyrst greiða umferð um þær götur og stíga sem mikilvægastar eru til samgangna. Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta þannig forgangs í þjónustu, ásamt tengistígum í hverfum og göngustígum.
Íbúðargötur eru flestar ófærar en mokstur í hverfum hefst um leið og forgangsþjónustu er lokið við helstu stofnbrautir og tengistíga.
Heimsending matar hefur tafist en fer fram um leið og unnt er.
Hægt er að sjá staðsetningu gatna og stíga í forgangi á kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Samgöngur > Snjómokstur/Hálkueyðing og svo er hægt að velja að sjá götur og stíga í forgangi 1 og 2.