Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.
Menntastefna Mosfellsbæjar fyrir árin 2022 til 2030 byggir á þremur stoðum: vexti, fjölbreytni og samvinnu. Í Helgafellsskóla er verið að vinna markvisst að þessum stoðum. Snjallræði er hönnunarstund þar sem nemendur skólans efla sköpunargáfu sína með mánaðarlegum áskorunum, þar sem þeir takast á við raunveruleg samfélagsvandamál eins og plastmengun í sjónum og matarsóun. Nýverið hafa nemendur einnig beint sjónum að jafnréttismálum, með því að búa til borðspil, plaköt og hlaðvörp.
Kynntu þér Snjallræði nánar:
Menntastefna Mosfellsbæjar
Menntastefna Mosfellsbæjar 2022-2030, „Heimurinn er okkar“ var samþykkt af fræðslunefnd Mosfellsbæjar á fundi nefndarinnar þann 28. mars 2022. Leiðarljós menntastefnunar er að skóla- og frístundastarfið sé í fremstu röð og þar fái allir notið sín. Unnið er að velferð og vexti allra hagaðila með jákvæðum samskiptum, valdeflingu, sveigjanleika og upplýsingum um starfið. Til að allir blómstri í skóla- og frístundastarfi þarf fjölbreytni og góða samvinnu hagaðila.
Tengt efni
Gönguskíðakennsla fyrir nemendur leikskóladeildar Helgafellsskóla
Nemendur í leikskóladeild Helgafellsskóla hafa fagnað miklum snjó undanfarið og notið sín á gönguskíðum í útikennslu.
Bólið býður uppá fjölbreytt og lifandi starf
Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.