Mosfellsbær óskar Helgfellsskóla innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.
Það var Halla Tómasdóttir forseti Íslands sem afhenti verðlaunin þeim Rósu Ingvarsdóttur skólastjóra og Málfríði Bjarnadóttur deildarstjóra sem hefur verið helsti hvatamaður verkefnisins. Verkefnið er nýsköpunarverkefni sem ber heitið Snjallræði og nær frá leikskólastigi upp á unglingastig. Markmið verkefnisins er að nemendur þjálfist í skapandi og gagnrýninni hugsun. Verkefnið felst í hönnunarstund þar sem nemendur takast á við raunveruleg samfélagsvandamál og nota til þess ferli hönnunar og hönnunarhugsunar sem reynir á samvinnu, samskipti og að hugsa út fyrir kassann.
Handhafar Íslensku menntaverðlaunanna 2024 að lokinni verðlaunaathöfn á Bessastöðum.
Ljósmyndir: Mummi Lú
Tengt efni
Gönguskíðakennsla fyrir nemendur leikskóladeildar Helgafellsskóla
Nemendur í leikskóladeild Helgafellsskóla hafa fagnað miklum snjó undanfarið og notið sín á gönguskíðum í útikennslu.
Snjallræði í Helgafellsskóla
Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.