Í úrslitakeppninni kepptu 12 nemendur úr 7. bekk úr þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgfellsskóla, Lágafellsskóla og Kvíslarskóla.
Keppendur lásu svalda kafla úr bókinni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson og ljóð sem öll birtust í bókinni Allt fram streymir sem kom út árið 2003 en ljóðskáldin voru fjölmörg. Ljóðin áttu það sameiginlegt að fjalla um íslenska náttúru.
Allir keppendur fengur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna, bókagjöf og rós frá Mosfellsbæ.
Úrslitin urðu þau að Rebecca Liv Biraghi nemandi í Helgafellsskóla hreppti 1. verðlaun, Aron Bragi Maríuson, einnig nemandi í Helgafellsskóla, lenti í 2. sæti og Sonja Salín Hilmarsdóttir nemandi í Kvíslarskóla var í 3. sæti. Þau fengu öll gjafakort frá Mosfellsbæ í verðlaun og afhenti formaður fræðslunefndar sigurveraranum bikarinn.
Nemendur frá Listaskóla Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning og nemendur úr Helgafellsskóla og Kvíslarskóla fluttu ljóð á dönsku og pólsku.
Veittar voru viðurkenningar fyrir úrslit í myndasamkeppni sem efnt var til í 7. bekkjum skólanna. Myndirnar prýddu dagskrá keppninnar. Viðurkenningu hlutu fjórir keppendur.