Mosfellsbær óskar eftir að ráða skólastjóra við Kvíslarskóla. Kvíslarskóli er unglingaskóli fyrir nemendur í 7.-10. bekk og tekur skólastarfið mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Í Kvíslarskóla eru um 360 nemendur og um 60 starfsmenn en skólinn var stofnaður árið 2021 þegar Varmárskóla var skipt í tvo skóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.
- Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri starfsemi skólans.
- Hafa forystu um og bera ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
- Bera ábyrgð á og styðja við innleiðingu og samstarf í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla.
- Viðbótarmenntun í stjórnun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, jákvæðni og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
- Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
- Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
- Framúrskarandi lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori.
Framlengdur umsóknarfrestur er til 7. apríl 2025.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/SÍ.
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið.