Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. apríl 2025

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir að ráða skóla­stjóra við Kvísl­ar­skóla. Kvísl­ar­skóli er ung­linga­skóli fyr­ir nem­end­ur í 7.-10. bekk og tek­ur skóla­starf­ið mið af mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar, Heim­ur­inn er okk­ar.

Í Kvísl­ar­skóla eru um 360 nem­end­ur og um 60 starfs­menn en skól­inn var stofn­að­ur árið 2021 þeg­ar Varmár­skóla var skipt í tvo skóla.

Helstu verk­efni og ábyrgð

  • Veita skól­an­um fag­lega for­ystu og móta fram­tíð­ar­stefnu hans inn­an ramma laga og reglu­gerða og í sam­ræmi við að­al­námskrá grunn­skóla.
  • Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjón­ustu og dag­legri starf­semi skól­ans.
  • Hafa for­ystu um og bera ábyrgð á mannauðs­mál­um, s.s. ráðn­ing­um, vinnu­til­hög­un og starfs­þró­un.
  • Bera ábyrgð á og styðja við inn­leið­ingu og sam­st­arf í sam­ræmi við far­sæld­ar­lög.

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

  • Leyfi til að nota starfs­heit­ið kenn­ari og kennslureynsla.
  • Við­bót­ar­mennt­un í stjórn­un eða önn­ur fram­halds­mennt­un sem nýt­ist í starfi.
  • Reynsla af fag­legri for­ystu á sviði kennslu og þró­un­ar í skólastarfi.
  • Sjálf­stæði í störf­um, ríkt frum­kvæði, já­kvæðni og vilji til þátt­töku í þverfag­legu sam­starfi.
  • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða fram­sækna skóla­þró­un.
  • Færni í áætlana­gerð og fjár­mála­stjórn­un.
  • Framúrsk­ar­andi lip­urð, hæfni og virð­ing í sam­skipt­um ásamt góðu orð­spori.

Fram­lengd­ur um­sókn­ar­frest­ur er til 7. apríl 2025.

Laun eru sam­kvæmt samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og KÍ v/SÍ.

Um­sókn skal fylgja yf­ir­lit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyf­is­bréfi, kynn­ing­ar­bréf og grein­ar­gerð um fram­tíð­ar­sýn um­sækj­anda á skóla­starf­ið.

Nánari upplýsingar og umsókn á alfred.is:

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00