Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. janúar 2024

Á fundi bæj­ar­stjórn­ar þann, 24. janú­ar, var fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar frá 19. janú­ar stað­fest en á þeim fundi voru lagð­ar fram um­sagn­ir vegna skipu­lags Blikastaðalands.

Um var að ræða skipu­lags­lýs­ingu sem var aug­lýst 13. des­em­ber í skipu­lags­gátt­inni og höfðu íbú­ar og að­r­ir hags­muna­að­il­ar mán­uð til að senda inn um­sagn­ir sín­ar og ábend­ing­ar. Skipu­lags­lýs­ing­in er fyrsta skref­ið í sam­ráði vegna fyrsta áfanga Blikastaðalands. Í lýs­ingu skal koma fram hvaða áhersl­ur sveit­ar­stjórn hafi við skipu­lags­gerð­ina, upp­lýs­ing­ar um for­send­ur, fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli sam­kvæmt lög­um.

Skipu­lags­svæði 1. áfanga er u.þ.b. 30-35 ha að stærð og ligg­ur upp að nú­ver­andi byggð við Þrast­ar­höfða. Svæð­ið verð­ur skil­greint sem íbúð­ar­byggð og mið­svæði. Áhersla verð­ur á sam­spil byggð­ar og nátt­úru, fjöl­breytt­ar sam­göng­ur, blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir, sam­fé­lags­leg gæði, gæði byggð­ar og auk­inn líf­fræði­leg­an fjöl­breyti­leika grænna svæða. Gert er ráð fyr­ir á bil­inu 1.200-1.500 íbúð­um sem skipt­ast muni í sér­býli, ein­býl­is-, par-, rað­hús og fjöl­býli eft­ir að­stæð­um í landi og ná­lægð þeirra við helstu sam­gönguæð­ar.

Al­menn­ar áhersl­ur skipu­lags­vinn­unn­ar eru m.a.:

  • Að skapa að­lað­andi bæj­ar­mynd þar sem gamli Blikastaða­bær­inn er hjarta svæð­is­ins og að­drátt­ar­afl.
  • Að upp­bygg­ing og þró­un taki til­lit til þriggja þátta sjálf­bærni; sam­fé­lags, efna­hags og um­hverf­is.
  • Að móta skipu­lag með áhersl­ur á nátt­úru og um­hverf­is­gæði s.s. teng­ing­ar og að­gengi að nátt­úru­gæð­um, græn­um svæð­um og dval­ar­rým­um.
  • Að tryggja fram­boð á fjöl­breytt­um íbúð­um í bland­aðri byggð með gott að­gengi að fjöl­breytt­um ferða­mát­um sem styðja við upp­bygg­ingu Borg­ar­línu.
  • Að tryggja fram­boð íbúða fyr­ir ólíka hópa sam­fé­lags­ins, þarf­ir þeirra og stuðla að blönd­un sam­fé­lags, ólíkra hópa og ald­urs.
  • Að skapa eft­ir­sókn­ar­vert, lif­andi og skap­andi um­hverfi og byggð þar sem áhersla er á gæði byggð­ar, íbúða og al­menn­ings­rýma vegna birtu, út­sýn­is, hljóð­vist­ar og grænna lausna.
  • Að tryggja fjöl­breytt al­menn­ings­rými, dval­ar- og leik­svæði sem hvetja til mann­legra sam­skipta og blönd­un­ar fjöl­breyttra hópa.
  • Að móta skipu­lag sem hlýt­ur vist­vott­un sam­kvæmt BREEAM vist­vott­un­ar­kerf­inu, m.a. til þess að tryggja gæði upp­bygg­ing­ar og byggð­ar til lengri fram­tíð­ar.
  • Að huga að ramma­samn­ingi rík­is og sveit­ar­fé­laga um auk­ið fram­boð íbúða á við­ráð­an­legu verði.

11 um­sagn­ir bár­ust frá eft­ir­far­andi að­il­um; Veit­um, Reykja­vík­ur­borg, Um­hverf­is­stofn­un, Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu HEF, Nátt­úru­fræði­stofn­un, Skipu­lags­stofn­un, Veð­ur­stofu Ís­lands, Minja­stofn­un, Svæð­is­skipu­lags­nefnd Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Vega­gerð­inni og hags­muna­sam­tök­um íbúa í Mos­fells­bæ.

Um­sagn­ir munu nýt­ast við áfram­hald­andi vinnu máls við gerð til­lagna, mats á um­hverf­isáhrif­um og ann­arra þeirra þátta sem lýs­ing­in fjall­aði um. Eins og fram kem­ur í skipu­lags­lýs­ing­unni er um eitt og hálft ár í end­an­lega út­færslu deili­skipu­lags. Drög að fyr­ir­hug­uðu kynn­ing­ar og sam­ráðs­ferli til­greina helstu áfanga verk­efn­is­ins en und­ir hverj­um lið má bú­ast við fjöl­breyttu sam­ráði á hinum ýmsu stig­um. Sam­ráð sem varð­ar mik­il­væga þætti upp­bygg­ing­ar­inn­ar svo sem vegna sam­gangna, skóla­þjón­ustu, leik­skóla, hús­næð­is vel­ferð­ar­þjón­ustu, nýrra úti­vist­ar­svæða, gróð­ur­fars og líf­rík­is. Leitað verð­ur til til fag­fólks, fé­laga­sam­taka og íbúa til að­stoð­ar, eft­ir því sem við á.

  • Janú­ar til sept­em­ber 2024. Vinnsla skipu­lagstil­lagna, fjöl­þætt sam­ráð við um­sagnar­að­ila og ýmsa aðra hag­að­ila.
  • Sept­em­ber 2024 verða skipu­lagstil­lög­ur kynnt­ar á forkynn­ing­arstigi í skipu­lags­gátt og al­menn­ur kynn­ing­ar­fund­ur um stöðu verk­efn­is­ins.
  • Októ­ber 2024 til maí 2025. Skipu­lagstil­lög­ur unn­ar áfram, frek­ara sam­ráð við hags­muna­að­ila.
  • Vor­ið 2025. Skipu­lagstil­lög­ur aug­lýst­ar til end­an­legra um­sagna og at­huga­semda í skipu­lags­gátt­inni ásamt kynn­ing­ar­f­und með íbú­um og öðr­um hag­að­il­um.
  • Sum­ar­ið 2025. Unn­ið úr síð­ustu ábend­ing­um og stefnt á sam­þykkt­ar­ferli og gildis­töku nýs skipu­lags.

Mos­fells­bær fagn­ar áhuga íbúa á upp­bygg­ing­unni að Blika­stöð­um og stofn­un nýs hags­muna­fé­lags íbúa. Að gefnu til­efni vill Mos­fells­bær hins veg­ar koma því á fram­færi að íbúa­könn­un er fjall­ar um Blikastaði, á veg­um íbúa­sam­taka, er ekki unn­in í sam­vinnu við Mos­fells­bæ.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00