Mosfellsbær auglýsir nú skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi skipulagslýsingu: Athafnasvæði við Tungumela.
Markmið deiliskipulagsins er að koma fyrir fjölbreyttum atvinnulóðum með góða tengingu við Hringveg um Fossaveg. Fella skal lóðir, byggingareiti og götur að landi og náttúrulegum staðháttum og að taka tillit til ræktaðra svæða og nálægðar við Köldukvísl. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fossavegi til norðurs og Hringvegi (Vesturlandsvegi) til vesturs. Til suðurs afmarkast svæðið af útivistarsvæði á bökkum Köldukvíslar og til austurs af opnu svæði við rætur Mosfells.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar, mál nr. 704/2024.