Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025, að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu fyrirhugaðs deiliskipulags Fellshlíðar í Helgafellshverfi í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. skilgreining á þeirri uppbyggingu sem heimiluð verður innan lóðarinnar. Skilgreindir verða byggingarreitir fyrir mannvirki og skilmálar settir er varða m.a. byggingarmagn og umfang mannvirkja.
Markmið deiliskipulagsins er m.a. að móta byggð sem stuðlar að sambúð ólíkra hópa og að tryggja að uppbygging falli að byggðarmynstri og skipulagi aðliggjandi svæða.
Fellshlíð er næst innsta lóð Helgafellsgötu í suðurhlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Lóðin er um 3.300 m² og innan hennar er eitt einbýlishús. Í deiliskipulagstillögu verður skilgreindur byggingarreitur fyrir núverandi hús sem gerir ráð fyrir viðbyggingu, auk byggingarreita fyrir mannvirki sem áætluð er að rísi á lóðinni til viðbótar við núverandi hús. Áætlað er að byggja tvö hús, þrjú íbúðarrými, þ.e. eitt lítið parhús og eitt gestahús. Einnig verður gert ráð fyrir stakstæðri vinnustofu/bílskúr.
Umsagnafrestur er til og með 7. mars 2025.
Umsögnum skal skilað skriflega í gegnum gátt Skipulagsstofnunar.