Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. febrúar 2025

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 5. fe­brú­ar 2025, að kynna og aug­lýsa til um­sagn­ar og at­huga­semda skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir­hug­aðs deili­skipu­lags Fells­hlíð­ar í Helga­fells­hverfi í sam­ræmi við 1. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Við­fangs­efni deili­skipu­lags­ins er m.a. skil­grein­ing á þeirri upp­bygg­ingu sem heim­iluð verð­ur inn­an lóð­ar­inn­ar. Skil­greind­ir verða bygg­ing­ar­reit­ir fyr­ir mann­virki og skil­mál­ar sett­ir er varða m.a. bygg­ing­armagn og um­fang mann­virkja.

Markmið deili­skipu­lags­ins er m.a. að móta byggð sem stuðl­ar að sam­búð ólíkra hópa og að tryggja að upp­bygg­ing falli að byggð­ar­mynstri og skipu­lagi aðliggj­andi svæða.

Fells­hlíð er næst innsta lóð Helga­fells­götu í suð­ur­hlíð­um Helga­fells í Mos­fells­bæ. Lóð­in er um 3.300 m² og inn­an henn­ar er eitt ein­býl­is­hús. Í deili­skipu­lagstil­lögu verð­ur skil­greind­ur bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir nú­ver­andi hús sem ger­ir ráð fyr­ir við­bygg­ingu, auk bygg­ing­ar­reita fyr­ir mann­virki sem áætluð er að rísi á lóð­inni til við­bót­ar við nú­ver­andi hús. Áætlað er að byggja tvö hús, þrjú íbúð­ar­rými, þ.e. eitt lít­ið par­hús og eitt gesta­hús. Einn­ig verð­ur gert ráð fyr­ir stak­stæðri vinnu­stofu/bíl­skúr.

Um­sagna­frest­ur er til og með 7. mars 2025.

Um­sögn­um skal skilað skrif­lega í gegn­um gátt Skipu­lags­stofn­un­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00