Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna og auglýsa lýsingu vegna aðal- og deiliskipulagsbreytingar miðsvæðis 401-M við Sunnukrika skv. 1. mgr. 30. gr. nr. 123/2010.
Skipulagslýsingin kynnir breytingu sem að felur í sér að uppfæra töflu í aðalskipulagi sem tilgreinir fjölda skráðra eigna og íbúða. Tillagan miðar að því að halda áfram uppbyggingu miðsvæðis Mosfellsbæjar með það að markmiði að bjóða fjölbreytta búsetukosti í nálægð við þjónustu. Skilgreina á einnig frekar uppbyggingu íbúða í bland við atvinnuhúsnæði. Lýsingin fjallar því um fyrirhugaða aðal- og deiliskipulagsbreytingu. Breytingarnar sjálfar verða kynntar sérstaklega síðar.
Lýsingin var kynnt í Mosfellingi. Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér áætlað ferli aðal- og deiliskipulagsbreytingar og skrifað umsögn um lýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Umsagnafrestur er frá 24. febrúar til og með 17. mars 2022.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar